Um daginn hafði Ward Weis, hljóðlistamaður og tæknimaður á Belgískri útvarpstöð samband við mig. Sýndi hann gamalli hljóðfærslu eftir mig áhuga “Fyrsti gámakrani íslendinga 25 ára“. Hefði upptakan kveikt hjá honum minningar um útvarpsgjörning sem hann gerði árið 1982. Hafði hann þá verið tvær vikur að taka upp vélahljóð fellibrúa á hafnarsvæðinu í Antwerpen. Innblástur að þessum gjörningi fékk hann frá gamalli kvikmynd “De Brug” eftir Hollendingin Joris Ivens.
Eftir nokkrar skeytasendingar okkar í milli þá spurði hann mig hvort ég væri til í að senda sér upptöku af þvottavélinni minni fyrir skemmtilegan netgjörning
Ekki þurfti hann að bíða eftir því og sendi ég honum upptöku af þvottavélinni (20 ára gömul Siemens Siwamat Plus 6421). Afraksturinn er að finna hér.