Friðland í Flóa 2012 – 3. hluti | Hljóðfangarinn

Hljóðfangarinn

Hljóðfangarinn haus 2

Friðland í Flóa 2012 – 3. hluti

4. maí 2013 · Engin ummæli

Flói

Hér er framhald af fyrri upptökum úr friðlandi í Fóa 2012. Þessar upptökur er frá u.þ.b. kl 3:30 til 4:00, að morgni 25 júní.
Fyrri upptakan inniheldur fremur þögula hljóðmynd af fuglalífi svæðisins. Heyra má þó í óðinshana busla í nálægri tjörn og stöku sinnum stingur kría sér í tjörnina í fæðuleit. Vindkviður eiga það svo til að trufla upptökuna.
Í seinni upptökunni má heyra í fyrstu þotunni þennan morguninn fljúga milli Evrópu og Ameríku. Sólargeislar brjótast nú í gegnum skýin yfir Ingólfsfjalli og verma svæðið. Þegar vind svo lægir þá lyftir flugan sér í þéttum skýsveipum og með miklu suði. Önd með unga kjagar með unga sína í þéttu mýrargrasinu umhverfis hljóðnemana í fæðuleit.
Báðar upptökurnar njóta sín best sem bakgrunnshljóð heima við eða á vinnustað.

Kl. 3:30  Download mp3 file (192kbps / 32Mb)

Kl. 4:00  Download mp3 file (192kbps / 31,2Mb)

Recorder: Sound devices 744
Mics: Rode NT1a (NOS setup)
Pix: Canon 30D (See more pictures)
Listen to other parts of  “nature reserve in Flói 2012

Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net

Flokkun: Bloggarar · Náttúra