Hér er framhald af fyrri upptökum úr friðlandi í Flóa 2012. Þessar upptökur er frá u.þ.b. kl 4:00 til 5:00, að morgni 25 júní. Hér má heyra í fuglum s.s. óðinshana, hrossagauk, stelk, lómi, spóa, kríu, hettumáfi, músarindli og maríuerlu sem og mörgum öðrum fuglum.
Nú fer flugumferð að hefjast af alvöru. Tvær millilandaþotur rjúfa þögnina í þessu hljóðriti. Er það aðeins smjörþefur af því sem síðar kom og sett verður á vefinn síðar.
Hlustist með góðum heyrnartólum.
Download mp3 file (192kbps / 53Mb)
Sjá og heyra meira á: www.fieldrecording.net
Recorder: Sound Devices 744
Mics: Rode NT1a (NOS setup)
Pix: Canon 30D (see more pictures)