Bloggarar | Hljóðfangarinn

Hljóðfangarinn

Hljóðfangarinn haus 4

Færslur flokkaðar sem 'Bloggarar'

Reykjavíkurmaraþon 2012

6. júní 2013 · Engin ummæli

Það var ákaflega notalegt og beinlínis streitulosandi að fara niður í miðbæ Reykjavíkur, morguninn sem Reykjavíkurmaraþon var haldið þann 18. ágúst 2012. Rúmlega 13 þúsund manns voru skráðar í hlaupið sem var metþátttaka. Veðrið var gott og það besta af öllu var að miðbærinn var laus við bílaumferð. Helsti hávaðinn kom frá […]

Flokkun: Óflokkað · Bloggarar · Hljóðblog · Mannlíf

Friðland í Flóa 2012 – 4. hluti

11. maí 2013 · Engin ummæli

Hér er framhald af fyrri upptökum úr friðlandi í Flóa 2012. Þessar upptökur er frá u.þ.b. kl 4:00 til 5:00, að morgni 25 júní. Hér má heyra í fuglum s.s. óðinshana, hrossagauk, stelk, lómi, spóa, kríu, hettumáfi, músarindli og maríuerlu sem og mörgum öðrum fuglum.
Nú fer flugumferð að hefjast af alvöru. Tvær […]

Flokkun: Bloggarar · Náttúra

Friðland í Flóa 2012 – 3. hluti

4. maí 2013 · Engin ummæli

Hér er framhald af fyrri upptökum úr friðlandi í Fóa 2012. Þessar upptökur er frá u.þ.b. kl 3:30 til 4:00, að morgni 25 júní.
Fyrri upptakan inniheldur fremur þögula hljóðmynd af fuglalífi svæðisins. Heyra má þó í óðinshana busla í nálægri tjörn og stöku sinnum stingur kría sér í tjörnina í fæðuleit. Vindkviður eiga […]

Flokkun: Bloggarar · Náttúra

Friðland í Flóa 2012 – 2. hluti.

23. apríl 2013 · Engin ummæli

Hér er á ferðinni svo til beint framhald af 1. hluta, nema nú hafa hljóðnemarnir verið færðir út að tjörn norðaustur af fuglaskoðunarhúsinu. Upptakan er frá því 25. júní u.þ.b. kl. 3 eftir miðnætti. Heyra má í ýmsum fuglum í dagsins önn. Meðal fugla voru lómur, lóa, hrossagaukur, óðinshani, spói, auðnutittlingur, jaðrakan, […]

Flokkun: Bloggarar · Náttúra

Frelsið Píku óeirðir

25. mars 2013 · Engin ummæli

Fólk safnaðist saman framan við rússneska sendiráðið þann 17. ágúst 2012 til að mótmæla klúðurslegum mannréttindabrotum á þremur meðlimum punk hljómsveitarinnar Pussy Riot. Hafði hljómsveitin staðið fyrir því að syngja 40 sekúndna pönkbæn í hofi rússnesku rétttrúnaðarkyrkjunar þar sem María mey var beðin um að losa Rússland við Putin forseta.
Niðurstaðan var […]

Flokkun: Bloggarar · Mannlíf