Hljóðblog | Hljóðfangarinn

Hljóðfangarinn

Hljóðfangarinn haus 4

Færslur flokkaðar sem 'Hljóðblog'

Reykjavíkurmaraþon 2012

6. júní 2013 · Engin ummæli

Það var ákaflega notalegt og beinlínis streitulosandi að fara niður í miðbæ Reykjavíkur, morguninn sem Reykjavíkurmaraþon var haldið þann 18. ágúst 2012. Rúmlega 13 þúsund manns voru skráðar í hlaupið sem var metþátttaka. Veðrið var gott og það besta af öllu var að miðbærinn var laus við bílaumferð. Helsti hávaðinn kom frá […]

Flokkun: Óflokkað · Bloggarar · Hljóðblog · Mannlíf

Friðland í Flóa 2012. 1. hluti.

23. febrúar 2013 · Engin ummæli

Þriðja sumarið í röð mætti ég í friðland í Flóa til að taka upp fuglalíf og stemmningshljóð. Mætti ég í friðlandið  um miðnætti þann 25. júní . Í fyrstu hentaði veðurlag og fuglalíf  ekki til upptöku. En fremur en að gera ekki neitt kom ég hljóðnemum fyrir innandyra í fuglaskoðunarhúsinu, enda […]

Flokkun: Óflokkað · Hljóðblog · Náttúra

Hljóðin í Víðgelmi í Hallmundarhrauni

27. janúar 2013 · Engin ummæli

Víðgelmir er einn af lengstu (1.585 m) hellum landsins og rúmtaksmestu (148.000 m³) hraunhellum heims. Hann er í Hallmundarhrauni, u.þ.b. 2 km suðaustur af Fljótstungu í Hvítársíðu. Þak hellisins hefur hrunið á allstórum kafla, nærri norðurenda hans, og er það eini inngangurinn. Hellirinn er víður fremst en þrengist á köflum þegar innar […]

Flokkun: Hljóðblog · Náttúra

Tónverk fyrir háspennustrengi, bassa, vind og fugla.

18. nóvember 2012 · Engin ummæli

Það er ekki á hverjum degi sem maður fær frið frá þrúgandi véladrunum höfuðborgarinnar. En þegar það gerist þá opnast heimur ýmissa annarra hljóða sem venja er að framhjá manni fari. Það gerðist einmitt við Krossholt á Barðaströnd í byrjun júní 2012.
Nótt eina var einhver í nágrenninu að spila tónlist með þungum bassa […]

Flokkun: Tónlist · Hljóðblog · Náttúra

Frjálst Tíbet

12. ágúst 2012 · Engin ummæli

Í april 2012 heimsótti forsætisráðherra Kína, Wen Jiabao, landið. Ekki stóð á mótmælendum til að mótmæla framferði Kínverja í Tíbet. Á fésbók var fólk hvatt til að mæta framan við Hörpu sem og nokkrir gerðu.
Stuttu eftir að upptakan hefst kemur öll hersingin með mikið mótorhjólagengi í fararbroddi en skýst bakdyramegin að […]

Flokkun: Hljóðblog · Mannlíf

Skepnurnar í lauginni

21. júní 2012 · Engin ummæli

Í fjöruborðinu fyrir neðan Europe Villa Cortes GL hótelið á Tenerife er sjávarlaug. Sá ég fáar manneskjur synda í þessari laug. Hún leit því út fyrir að vera frekar líflaus. En þegar betur var að gáð var hún full af lífi. Í lauginni var urmull krabba, snigla og annarra kvikinda sem ég […]

Flokkun: Hljóðblog · Náttúra

Í minningu pabba

17. október 2011 · 2 ummæli

Faðir minn, Bergur Jónsson (f. 16.4.1934 – d. 28.9.2011), hefur líklega haft meiri áhrif á líf mitt en í fljótu bragði mætti halda. Hann kveikti áhuga minn á ýmsu s.s. skátum, hjólreiðum, ferðalögum, ljósmyndun og mjög mörgu öðru enda stundaði hann félagslíf á mörgum sviðum.
Sem rafmagsverkræðingur hafði hann að hluta […]

Flokkun: Óflokkað · Hljóðblog · Mannlíf

Hafsjór orða

30. september 2011 · Engin ummæli

Einn er sá hljóðbloggari sem ég fylgist reglulega með. Er það Des Coulam í Paris sem heldur úti blogginu Soundlandscape. Er það rómað fyrir skemmtilega frásögn af borgarlífinu og því sem borgin hefur að geyma í fortíð og nútíð. Oftar en ekki beitir hann Binaural tækni við upptökur sínar. Eru litlir hljóðnemar […]

Flokkun: Hljóðblog · Mannlíf

Þvottavélin orðin heimsfræg

9. júní 2011 · Engin ummæli

Um daginn hafði Ward Weis, hljóðlistamaður og tæknimaður á Belgískri útvarpstöð samband við mig. Sýndi hann gamalli hljóðfærslu eftir mig áhuga “Fyrsti gámakrani íslendinga 25 ára“. Hefði upptakan kveikt hjá honum minningar um útvarpsgjörning sem hann gerði árið 1982. Hafði hann þá verið tvær vikur að taka upp vélahljóð fellibrúa á hafnarsvæðinu í Antwerpen. Innblástur […]

Flokkun: Hljóðblog