Náttúra | Hljóðfangarinn

Hljóðfangarinn

Hljóðfangarinn haus 4

Færslur flokkaðar sem 'Náttúra'

Friðland í Flóa 2012 – 4. hluti

11. maí 2013 · Engin ummæli

Hér er framhald af fyrri upptökum úr friðlandi í Flóa 2012. Þessar upptökur er frá u.þ.b. kl 4:00 til 5:00, að morgni 25 júní. Hér má heyra í fuglum s.s. óðinshana, hrossagauk, stelk, lómi, spóa, kríu, hettumáfi, músarindli og maríuerlu sem og mörgum öðrum fuglum.
Nú fer flugumferð að hefjast af alvöru. Tvær […]

Flokkun: Bloggarar · Náttúra

Friðland í Flóa 2012 – 3. hluti

4. maí 2013 · Engin ummæli

Hér er framhald af fyrri upptökum úr friðlandi í Fóa 2012. Þessar upptökur er frá u.þ.b. kl 3:30 til 4:00, að morgni 25 júní.
Fyrri upptakan inniheldur fremur þögula hljóðmynd af fuglalífi svæðisins. Heyra má þó í óðinshana busla í nálægri tjörn og stöku sinnum stingur kría sér í tjörnina í fæðuleit. Vindkviður eiga […]

Flokkun: Bloggarar · Náttúra

Friðland í Flóa 2012 – 2. hluti.

23. apríl 2013 · Engin ummæli

Hér er á ferðinni svo til beint framhald af 1. hluta, nema nú hafa hljóðnemarnir verið færðir út að tjörn norðaustur af fuglaskoðunarhúsinu. Upptakan er frá því 25. júní u.þ.b. kl. 3 eftir miðnætti. Heyra má í ýmsum fuglum í dagsins önn. Meðal fugla voru lómur, lóa, hrossagaukur, óðinshani, spói, auðnutittlingur, jaðrakan, […]

Flokkun: Bloggarar · Náttúra

Friðland í Flóa 2012. 1. hluti.

23. febrúar 2013 · Engin ummæli

Þriðja sumarið í röð mætti ég í friðland í Flóa til að taka upp fuglalíf og stemmningshljóð. Mætti ég í friðlandið  um miðnætti þann 25. júní . Í fyrstu hentaði veðurlag og fuglalíf  ekki til upptöku. En fremur en að gera ekki neitt kom ég hljóðnemum fyrir innandyra í fuglaskoðunarhúsinu, enda […]

Flokkun: Óflokkað · Hljóðblog · Náttúra

Hljóðin í Víðgelmi í Hallmundarhrauni

27. janúar 2013 · Engin ummæli

Víðgelmir er einn af lengstu (1.585 m) hellum landsins og rúmtaksmestu (148.000 m³) hraunhellum heims. Hann er í Hallmundarhrauni, u.þ.b. 2 km suðaustur af Fljótstungu í Hvítársíðu. Þak hellisins hefur hrunið á allstórum kafla, nærri norðurenda hans, og er það eini inngangurinn. Hellirinn er víður fremst en þrengist á köflum þegar innar […]

Flokkun: Hljóðblog · Náttúra

Tónverk fyrir háspennustrengi, bassa, vind og fugla.

18. nóvember 2012 · Engin ummæli

Það er ekki á hverjum degi sem maður fær frið frá þrúgandi véladrunum höfuðborgarinnar. En þegar það gerist þá opnast heimur ýmissa annarra hljóða sem venja er að framhjá manni fari. Það gerðist einmitt við Krossholt á Barðaströnd í byrjun júní 2012.
Nótt eina var einhver í nágrenninu að spila tónlist með þungum bassa […]

Flokkun: Tónlist · Hljóðblog · Náttúra

Það gustar um Maríuerlu

30. september 2012 · Engin ummæli

Það var um júróvisjonhelgina 2012 sem fjölskyldan fór í orlofshús við Apavatn. Veðrið var ágætt að sunnlenskum hætti. Sól, en fremur svalt og gekk á með norðan rokum.
Mikið var um fólk á svæðinu. Því var umtalsverður skarkali, ekki síst á leiktækjasvæðinu þar sem meðal annars var risavaxið trampólín. Þar hoppuðu börn sem fullorðnir […]

Flokkun: Náttúra

Skepnurnar í lauginni

21. júní 2012 · Engin ummæli

Í fjöruborðinu fyrir neðan Europe Villa Cortes GL hótelið á Tenerife er sjávarlaug. Sá ég fáar manneskjur synda í þessari laug. Hún leit því út fyrir að vera frekar líflaus. En þegar betur var að gáð var hún full af lífi. Í lauginni var urmull krabba, snigla og annarra kvikinda sem ég […]

Flokkun: Hljóðblog · Náttúra

Jarðskjálftinn við Seltúnshver

5. maí 2012 · Engin ummæli

Hér er á ferð samantekt af fimm hljóðritum sem tekin voru upp 3. apríl 2011 þegar ég og vinnufélagi minn Haukur Guðmundsson fórum dagsferð um Reykjanesið.
Byrjað var á því að fara að Kleifarvatni þar sem farið var að hverum sem komu upp á yfirborðið eftir jarðskjálftana árið 2000 þegar lækkaði […]

Flokkun: Náttúra

Friðland í Flóa 2011 – annar hluti

11. febrúar 2012 · Engin ummæli

Hér er svo til beint framhald af “Friðland í Flóa 2011 – fyrsta hluta” sem birt var í nóvember s.l.
Hér er klukkan líklega milli 02-03. Fátt meira er um þetta hljóðrit að segja en sagt var í fyrri færslu, nema að hér er bílaumferðin í lágmarki og í hennar stað er farið að […]

Flokkun: Óflokkað · Náttúra