Óflokkað | Hljóðfangarinn

Hljóðfangarinn

Hljóðfangarinn haus 4

Færslur flokkaðar sem 'Óflokkað'

Reykjavíkurmaraþon 2012

6. júní 2013 · Engin ummæli

Það var ákaflega notalegt og beinlínis streitulosandi að fara niður í miðbæ Reykjavíkur, morguninn sem Reykjavíkurmaraþon var haldið þann 18. ágúst 2012. Rúmlega 13 þúsund manns voru skráðar í hlaupið sem var metþátttaka. Veðrið var gott og það besta af öllu var að miðbærinn var laus við bílaumferð. Helsti hávaðinn kom frá […]

Flokkun: Óflokkað · Bloggarar · Hljóðblog · Mannlíf

Friðland í Flóa 2012. 1. hluti.

23. febrúar 2013 · Engin ummæli

Þriðja sumarið í röð mætti ég í friðland í Flóa til að taka upp fuglalíf og stemmningshljóð. Mætti ég í friðlandið  um miðnætti þann 25. júní . Í fyrstu hentaði veðurlag og fuglalíf  ekki til upptöku. En fremur en að gera ekki neitt kom ég hljóðnemum fyrir innandyra í fuglaskoðunarhúsinu, enda […]

Flokkun: Óflokkað · Hljóðblog · Náttúra

Í tveimur heimum

21. mars 2012 · Engin ummæli

Í vetur bárust landsmönnum þær döpru fréttir að fuglalífi við Reykjavíkurtjörn hefði hrakað mikið síðustu ár. Það leiddi huga minn að því að ég ætti sama sem engin hljóðrit af fuglalífi við Tjörnina. En einhvers staðar á ég þó upptöku sem ég tók upp framan við Iðnó fyrir 30 árum.
Yfirþyrmandi umferðarniður […]

Flokkun: Óflokkað

Friðland í Flóa 2011 – annar hluti

11. febrúar 2012 · Engin ummæli

Hér er svo til beint framhald af “Friðland í Flóa 2011 – fyrsta hluta” sem birt var í nóvember s.l.
Hér er klukkan líklega milli 02-03. Fátt meira er um þetta hljóðrit að segja en sagt var í fyrri færslu, nema að hér er bílaumferðin í lágmarki og í hennar stað er farið að […]

Flokkun: Óflokkað · Náttúra

Áramót á Las Américas, Tenerife

22. janúar 2012 · Engin ummæli

Áramótin 2011-2012 voru heldur óvenjuleg þetta skiptið þar sem ég dvaldi með tengdafjölsyldu minni á Tenerife. Eins og á Íslandi þá var skotið upp flugeldum. En á Tenerife er það ekki almennt almenningur sem skítur upp flugeldum heldur sjá hótelin um það, allavega á suðvestur horni eyjarinnar. Á H10 Conquistador […]

Flokkun: Óflokkað · Mannlíf

Í minningu pabba

17. október 2011 · 2 ummæli

Faðir minn, Bergur Jónsson (f. 16.4.1934 – d. 28.9.2011), hefur líklega haft meiri áhrif á líf mitt en í fljótu bragði mætti halda. Hann kveikti áhuga minn á ýmsu s.s. skátum, hjólreiðum, ferðalögum, ljósmyndun og mjög mörgu öðru enda stundaði hann félagslíf á mörgum sviðum.
Sem rafmagsverkræðingur hafði hann að hluta […]

Flokkun: Óflokkað · Hljóðblog · Mannlíf