Um | Hljóðfangarinn

Hljóðfangarinn

Hljóðfangarinn haus 3

Um

Magnús Bergsson heiti ég og held úti vefsíðunni http://fieldrecording.net.

Mun Blogg þetta hinsvegar geyma hugarflug mitt um allt sem varðar hljóð, hljóðritun og tækni sem því fylgir.

Áhugi minn á upptökum hófst í kringum 1975.  Hef ég í gegnum árin tekið upp talsvert efni s.s. tónlist, umhverfishljóð og af mannlífi.  Á þessum vef mun fólk fá nasasjón af þessum upptökum. Sumar hverjar þykja ósköp hversdagslegar, en að sama skapi athyglisverðar þegar þær heyrast einar og sér. Hugsun mín með síðunni er að útvarpa hljóði á vefnum á sama hátt og aðrir birta ljósmyndir.  Á meðan aðrir glíma við sjónrænt efni legg ég áherslu á hljóðið. Upptökum verður ekki raðað í tímaröð heldur koma þær tilviljanakennt á vefin því mikið er til af gömlu efni.  Fólki er frjálst að hlaða því efni niður sem birtist hér á vefnum. Á því er þó undantekning þar sem tónlist er höfundar- og fluttninsréttarvarin. Það verður þá sérstaklega tekið fram. Allt efni verður þó birt í samráði við höfund og flytjendur ef þess gerist þörf. Þeir sem vilja nota efni af þessum vef  á opinberum stöðum s.s. á vefsíðum eða öðrum fjölmiðlum, er það heimilt svo lengi sem það komi fram hvaðan efnið sé fengið. Þá væri gott að fá tölvupóst því til staðfestingar á “fieldrecording.net@gmail.com”.

Vefurinn geymir að mestu MP3 skrár frá 128 kbps upp í 256 kbps. Flestar hljóðskrár eru viljandi hafðar hæfilega langar til að hlustendur geti komast í “hljóðræna stemmningu” meðan á spilun stendur. Það getur þó verið einstaklingum og hljóðskrám háð hvort það gerist eða ekki. Öllum er velkomið að skrifa ummæli við færslurnar.

Mörgum þykir gott að hlusta á náttúruhljóð. Innivinnandi fólk hefur sagt að það sé eins og að vinna við opinn glugga og skerpi athyglina að hafa náttúruhljóð í bakgrunni. Það virki oft betur en útvarp. Ég vona að vefsíðan Hljóðmynd muni gefa einhverjum tilefni til að staldra við og njóta þess sem í boði er.

Ég er tilbúinn til að taka upp ýmiss konar efni, allt sem nöfnum tjáir að nefna. Ég geri það ókeypis á meðan ekki kemur til sérstakur kostnaður. Ég geri þá einu kröfu að ég fái að halda eintaki af upptökunni. Ég reyni að taka upp allt efni í sem mestu gæðum í WAV eða DSD.  Munu gæðin helst takmarkast af gæðum tækjakostsins og hugbúnaðar hverju sinni.  Ég get skilað af mér upptökum í nærri því hvaða sniði sem er. Ég heiti fullum trúnaði með allt upptekið efni.  Netfangið mitt er “fieldrecording.net@gmail.com” og simi  6162904
Tækjabúnaður:

Upptökutæki

Sound Devices 744.  Fjögurra rása SSD 120Gb /CF/Ext ( WAV 24bit / 192Khz)
Sound Devices 788.  Átta rása SSD 256Gb /CF /Ext (WAV 24bit / 96Khz)
KORG MR1000 Harðdisk tæki (DSD 1Bit/5,644Mhz  og  WAV 24Bit/192Khz)
Sound Devices 552.  Fimm rása SD flash sterio (WAV 24Bit/96Khz  og  MP3)
Olympus LS10 Flash tæki (WAV 24bit/96Khz  og  MP3)
Zoom H4n Flash tæki (WAV 24bit/96Khz  og  MP3)
SoundDevices 302. Þriggja rása/MS  hljóðnemamagnari
Sony TC-D5 Kassettutæki (Analog uppfært)
Marantz CP 430 Kassettutæki (Analog)
Sony MZ-R30 MiniDisk tæki

Hljóðnemar

1 pr & ps. Sennheiser MKH20 & MKH30/MKH40
2 mached pr. Sennheiser MKH8020 and MKH8040
1 pr. Sennheiser K6, K6-P power modules and ME62, ME64, ME66.
1 pr. Sennheiser MKE 2-60 gold Lavalier omni mic.
1 pr. Rode NT2000 (Variable Pattern 1″ Condenser Microphone)
1 pr. Rode NT2-A (Multi Pattern 1″ Condenser Microphone)
1 matched pr. Rode NT1-A (1″ cardioid)
1 matched pr. Rode NT55 + NT45 Pencil condenser (cardioid) + (omni)
1 pr. Rode NT6 +NT45 Instrument condenser (cardioid) + (omni)
1 st. Rode NT4 stereo mic. Condenser (cardioid capsule)
1 matched pr. SE Electonics SE1A (cardioid)
1 matched pr. SE Electronics SE 4 (cardioid)
2 matched pr. SE Electronics SE4400A (Multi Pattern 1″ Condenser Microphone)
1 pr. Aquarian H2a-XLR  and  JRF Hydrophone.
1 pr. Sound Professionals MS-TFB-2 inner ear Binaural stereo mics.
1 pr. MMaudio stereo lavalier PIP omni mic (Sennheiser MKE series mic).
1 pr. Sennheiser K3U; ME20 and ME80.
1 ps. Audio Technica AT821 and BP4025 stereo mics.
1 ps. Audio Technica AT 815 shotgun.

Annað

DIY “like Telinga” Parabola
MMaudio EBM-1 Custom battery/filter module. Modified 5 volt PIP power.
Sennheiser HD25 II og HD650. Sony MDR7509HD og Ultrasone pro750 headphones.
Rode Blimp, Sennheiser og Rycote softie og stereo windshield.
Heimagerðir kapplar. CAT5, CAT6 Tasker and Klotz SQ 450P. Neutrik tengi
M&K Mic standar and bómur. Manfrotto 055MF4 & 732CY Tripods and Gitzo GB1540 boom.
Mbox (fyrsta kynslóð)

Aðrir vefir   ________________________________________________

http://picasaweb.google.com/fieldrecording.net
http://twitter.com/hljodmynd
http://playback.ning.com/profile/MagnusBergsson
http://hljodmynd.tumblr.com/
http://hljodmynd.blogspot.com/
http://hljodmynd.blogg.is/
http://soundcloud.com/fieldrecording-net/
http://audioboo.fm/fieldrecordings/
http://www.xeno-canto.org/
http://www.flickr.com/photos/iceland-nature/
http://www.facebook.com/magnus.bergsson
http://icebike.net/
http://mberg.blog.is
http://picasaweb.google.com/bergsson
http://skalholtsskoli77-78.blog.is
http://ulfljotsvatn.wordpress.com